Fréttir

Knattspyrna | 5. október 2009

Símun og Rebekka best

Símun Eiler Samuelsen og Rebekka Gísladóttir voru valin best hjá Keflavík í lokahófi knattspyrnudeildarinnar sem haldið var síðasta laugardagskvöld.  Þá voru Magnús Þórir Matthíasson og Agnes Helgadóttir valin efnilegust.  Lokahófið tókst í alla staði mjög vel en það var haldið á Nesvöllum.  Mörgum var þakkað fyrir vel unnin störf fyrir knattspyrnudeildina enda mikið af góðu fólki sem að deildinni kemur.  Fótbolti.net fékk Fjölmiðlagyðjuna sem knattspyrnudeildin veitir árlega fyrir bestu knattspyrnuumfjöllunina.    

Þá var komið að verðlaunaafhendingum:
Meistarfalokkur karla:
Bestur: Símun Eiler Samuelsen.
Efnilegastur: Magnús Þórir Matthíasson.
Gullskórinn: Magnús Sverrir Þorsteinsson með 7 mörk.
Silfurskórinn: Haukur Ingi Guðnason með 5 mörk.
Mark ársins: Símun Samuelsen (fyrsta mark Keflavíkur í 3-3 jafntefli gegn Fjölni í Grafarvoginum).

2. flokkur karla:                                                                                                                        
Bestur: Sigurður Gunnar Sævarsson.
Efnilegastur: Þorbergur Geirsson.
Besti félaginn: Birgir Ólafsson.

Meistaraflokkur kvenna:                                                                                                                               
Best: Rebekka Gísladóttir. 
Efnilegust: Agnes Helgadóttir.
Besti félaginn: Anna Rún Jóhannsdóttir.

Myndir: Jón Örvar.


Rebekka Gísladóttir, besti leikmaður kvenna.
Krístín Njálsdóttir og Andrés Hjaltason frá kvennaráði afhentu verðlaunin.


Agnes Helgadóttir er efnilegust í meistaraflokki kvenna.


Magnús Þórir Matthíasson var valinn efnilegastur hjá meistaraflokki karla.
Þorsteinn formaður er með á myndinni.


Símun var bestur hjá körlunum.Hann var ekki viðstaddur þannig
að Guðjón og Alen tóku við verðlaunagripunum fyrir hans hönd.


Meistaraflokkur kvenna.