Fréttir

Knattspyrna | 30. desember 2007

Símun orðinn pabbi

Þær fréttir voru að berast frá Færeyjum að leikmaður okkar Símun Samelsen væri orðinn pabbi og hefði eignast lítinn knattspyrnumann.  Drengurinn kom í heiminn þann 28. desember kl. 11:15 og var 55 cm og 3670 gr.  Þetta er fyrsta barn þeirra hjóna og vill Knattspyrnudeildin óska Símun og Díönu konu hans til hamingju með frumburðinn og við vonum að sjálfsögðu að drengurinn líkist föður sínum á knattspyrnuvellinum í framtíðinni. 


Nýbakaði pabbinn í leik með Keflavík í sumar.
(Mynd:
Víkurfréttir)