Símun skoraði fyrir Færeyjar
Símun Samuelsen skoraði mark Færeyinga í 1-2 tapi gegn Ísrael í undankeppni HM á laugardaginn. Ísraelsmenn komust yfir strax í upphafi og bættu við öðru marki á síðustu mínútu leiksins. Færeyingar tóku miðju, brunuðu fram og Símun skoraði með hörkuskoti. Pilturinn var reyndar staddur nálægt hornfánanum þegar hann lét skotið ríða af! Hann hafði komið inn á um tíu mínútum fyrir leikslok. Símun skoraði þar með sitt fyrsta landsliðsmark í sínum fjórða leik og óskum við honum hamingju með áfangann.