Símun til Flórida
Símun Samuelsen, leikmaður Keflavíkur og færeyska landsliðsins, fer um næstu helgi 19. febrúar með landsliðinu í 2ja vikna æfingaferð liðsins til Flórida. Símun er fastur leikmaður í hópi Færeyinga og virðist hann vera mjög frískur um þessar mundir. Símun leikur með Keflavík í fyrsta leik Deildarbikarsins n.k. laugardag á móti Val í Egilshöll en missir síðan af einum leik hið minnsta í Deildarbikarnum.
Simun í leik gegn Mainz í Frankfurt.
(Mynd: Jón Örvar Arason)