Fréttir

Knattspyrna | 31. ágúst 2007

Símun til Notodden

Símun Samuelssen hefur verið lánaður til Notodden í Noregi.  Norska liðið fær Símun lánaðan út þetta tímabil og fær einnig forkaupsrétt að honum að því loknu en hann mun a.m.k. leika með Notodden fram í nóvember þegar keppnistímabilinu lýkur í Noregi.  Símun fylgir Baldri Sigurðssyni eftir til Noregs og þar með höfum við misst tvo af okkar sterkustu leikmönnum, a.m.k. í bili.  Aðrir verða því að fylla þeirra skörð síðustu leikina í Landsbankadeildinni.  Við óskum Símun góðs gengis í Noregi og vonumst að sjálfsögðu eftir því að sjá hann aftur á knattspyrnuvellinum í Keflavík.

Heimasíða Notodden


Símun leikur ekki meira með Keflavík á þessu tímabili og munar um minna.
(Mynd:
Víkurfréttir)