Sindri Kristinn og Anton Freyr með U-19 ára
Sindri Kristinn Ólafsson og Anton Freyr Hauksson eru í U-19 ára landsliðshópi Íslands fyrir tvo vináttulandsleiki gagn Norður-Írum. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari U-19 landsliðsins, hefur valið 24 leikmenn til að taka þátt í leikjunum. Fyrri leikurinn verður á Samsung vellinum í Garðabæ þann 9. október og sá seinni á K&G vellinum í Sandgerði 12. október.
Þeir Sindri og Anton eru báðir fæddir árið 1997 og hafa leikið með yngri flokkum Keflavíkur. Þeir eiga báðir leki með U-17 ára landsliðinu og Sindri hefur einnig leikið leik með U-19 ára landsliði Íslands. Anton lék sem lánsmaður með Njarðvík í sumar en Sindri hefur leikið með Keflavík í Pepsi-deildinni.
Við óskum piltunum og félögum þeirra í landsliðinu góðs gengis.