Sjónvarp, þvottavél og þurrkari (þarf ekki að vera sambyggt)
Hjálp, eru ekki hjartahlýir stuðningsmenn sem luma á sjónvarpi sem Kenneth og Branco geta fengið lánað eða gefins. Sjónvarpskostur knattspyrnudeildarinnar er svo gamall að ekkert Scart-tengi er á tækjunum. En eins og allir vita þá er Scart-tengi nauðsynlegt til að skella DVD-spilara í samband.
Einnig væri gott ef einhver lumaði á þvottavél og þurrkara svo drengirnir geti spígsporað hér um stræti í sínu fínasta taui.
Vinsamlegast hafið samband við knattspyrnudeildina.
Rúnar I. Hannah
Kenneth þungur á brún enda sjónvarpslaus.
(Mynd: Eygló Eyjólfsdóttir)