Sjöundi pistill frá Spáni - Endir
Oliva Nova á Spáni, dagur átta
Síðustu æfingu lokið og lagt af stað heim um hádegið. Frábær æfingaferð í alla staði og menn virkilega tóku á því, mikið álag og gott tempó allan tímann. Það er búið að æfa 11 sinnum og spila einn leik. Willum og co. virkilega sáttir með ferðina sem heppnaðist mjög vel.
Æfingin í morgun var góð. Mikil keyrsla og endað á leiknum. Gamlir tóku keppnina ungir - gamlir með öruggum sigri, samtals 8-7 og átti Brilliant mark leiksins þegar hann kom þeim eldri á bragðið með fyrsta markinu í leiknum. Þetta var í fyrsta skiptið sem gamlir komast yfir í keppninni. Hörður og Hólmar Örn hvíldu í dag eins og þeir gerðu í gær líka.
Kær kveðja,
Jón Örvar