Skagaferð 6. flokks
Þriðjudaginn 24. maí kl. 14:30 lagði 6. flokkur karla af stað frá Reykjaneshöll á Skipaskaga. Erindið var að leika æfingaleiki við ÍA og var leikið á heldur loðnu og ósléttu æfingasvæði Skagamanna. Piltarnir skemmtu sér konunglega, jafnt í rútunni sem á leikvellinum... og í nágrenni hans (nánar um það síðar)! Leiknir voru 5 leikir og urðu úrslit sem hér segir:
A-lið: 3-2
Markaskorarar: Elías Már Ómarsson og Samúel Kári Friðjónsson
B-lið: 2-3
Markaskorarar: Ámundi Hlynsson, Birkir Freyr Birkisson og Ronald E. Baylark
C-lið: 1-13
Markaskorarar: Einar Þór Kjartansson 4, Róbert Freyr Samaniego 4, Adam Sigurðsson 2, Leonard Sigurðsson, Patrekur Friðriksson og Hafsteinn Óli Sverrisson
D-lið: 5-1
Markaskorari: Gunnlaugur E. Guðjónsson
E-lið: 5-5
Markaskorarar: Þorgeir Magnússon 3, Halldór Gísli Ólafssson og Friðrik Daði Bjarnason
Að leikjunum loknum var svo brunaði í bæinn þar sem McDonalds hamborgarar og franskar runnu vel niður í svanga maga. Piltarnir komu svo þreyttir en ánægðir heim um kl. 21 að loknum löngum og ströngum degi.
Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru í blíðunni á Akranesi.
Að leik loknum!
Frá vinstri: Arnar Már Örlygsson, Ronald E. Baylark, Emil Newell,
Adam Sigurðsson og Skapti Ben Jónsson.
Það var blíðskaparveður á Skaganum... aldrei þessu vant!!
Það var líf og fjör í brekkunni.
Brynjar Freyr Garðarsson og Arnþór Guðjónsson.
Rólegt hjá Eyþóri Guðjónssyni markverði.
Það var hart barist og ekkert gefið eftir.
Elías Már Ómarsson á fleygiferð með knöttinn.
Elías þjáður eftir eina af mörgum byltunum sem hann fékk.
Það reyndist mjög erfitt að stöðva piltinn án þess að brjóta á honum.
Einbeitingin skín úr andliti Ívars Gauta Guðlaugssonar.
DEKKA!!!