Fréttir

Knattspyrna | 22. maí 2008

Skagaleikurinn á sunnudag

Við vekjum athygli á því að leikur Keflavíkur og ÍA verður á sunnudaginn kl. 19:15 á Sparisjóðsvellinum í Keflavík.  Leikurinn átti upphaflega að vera á mánudag en hefur nú verið færður fram.  Þeir sem voru búnir að ráðstafa  tíma sínum á sunnudagskvöldið eru því beðnir um að breyta því strax enda er þetta leikur sem enginn má missa af.