Skagaleikurinn hjá Sportmönnum
Kæru Sportmenn,
Sunnudaginn 25. maí koma „vinir okkar“ í ÍA í heimsókn. Leikurinn hefst kl. 19:15. Hefðbundin dagskrá verður hjá okkur. Við byrjum kl. 18:15, vonandi kemur gestur frá ÍA og svo verður Kristján á sínum stað.
Nauðsynlegt er að menn fjölmenni og styðji okkar lið. Við erum á toppnum og viljum halda okkur þar, þess vegna getum við áhorfendur verið 12. maður í okkar liði með því að mæta og hvetja okkar menn.
Áfram Keflavík,
Stjórn Sportmanna.