Fréttir

Knattspyrna | 9. júní 2006

Skagamenn vinna í Keflavík

Hann var ekki mikið fyrir augað leikur Keflvíkinga og Skagamanna á Keflavíkurvelli í kvöld sem lauk með sigri Skagamanna 0-1. Enn og aftur landa Skagamenn sigri hér í Keflavík eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Þetta voru fyrstu stig Skagamanna á Íslandsmótinu. Keflavíkingar hafa nú tapað tveimur í röð og eru komnir niður í 7.sætið. Þórarinn Kristjánsson fékk dauðafæri strax á 1.min en ekki vildi boltinn inn. Mark Skagamanna í kvöld gerði Ellert Jón Björnsson á 20.min.

 

Á lokamínutum leiksins sauð upp úr öllu þegar Hjörtur Hjartarsson Skagamaður hrindir Guðjóni Antoníussyni harkalega niður og þetta verðskuldar alltaf rautt spjald, en dómari leiksins sá ekki ástæðu til þess (kannski af ótta við Óla Þórðar) þetta skeður þegar Guðjón ætlaði að hjálpa Hirti á lappir eftir að Hjörtur hafði fiskað aukaspyrnu á Guðjón. Til að toppa leik sinn sá svo dómarinn ástæðu að gefa Guðmundi Mete rautt spjald fyrir einhverjar sakir og rak einnig Kristján Guðmundsson þjálfara Keflavíkurliðsins af svæðinu.

 

Þess má geta að þjálfari Skagamanna Ólafur Þórðarson öskraði meira og minna allan leikinn á dómara leiksins og línuvörð og það er með öllu óskiljanlegt hvað Gunnar Gylfason aðstoðardómari lét hann komast upp með. Gunnar reyndi einu sinna að þagga í Ólafi en var tekinn á beinið sjálfur. Að sitja undir svona löguðu af  reyndum og góðum þjálfara, þá er það víst allt í lagi. Dapur endir á tilþrifa litlum leik.

 

Lið Keflavíkur:

Ómar Jóhannsson,Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Baldur Sigurðsson, Branislav Milicevic (Geoff Miles), Hólmar Örn Rúnarsson, Jónas Guðni Sævarsson, Simun Samuelsson, Daniel Severino (Magnús Sverrir Þorsteinsson), Þórarinn Kristjánsson (Stefán Örn Arnarsson), Guðmundur Steinarsson.

 

Ónotaðir varamenn :

Magnús Þormar, Hallgrímur Jónasson, Ólafur Jón Jónsson, Buddy Farah.

 

Dómari: Erlendur Eiríksson

Aðstoðardómarar: Gunnar Gylfason og Oddbergur Eiríksson.

 

 

JÖA