Fréttir

Knattspyrna | 27. ágúst 2004

Skagamót 7. flokks

Fyrr í sumar tók 7. flokkur drengja þátt í Coca-Cola mótinu sem háð var á Akranesi.  Fyrirkomulag þessa móts var þannig að á föstudeginum var spilað í riðlum og síðan raðað í styrkleikaflokka eftir því hvar liðið lenti í sínum riðli.  Á laugardeginum og sunnudeginum var síðan spilað í deildum; Íslensku deildinni, Ensku deildinni, Spænsku og Þýsku deildinni.

Árangur Keflavíkur var þessi:
A-lið (Spænska deildin): 4. sæti
B-lið (Þýska deildin): 5. sæti
C-lið (Spænska deildin): 1. sæti
D-lið (Þýska deildin): 6. sæti

Margir foreldrar lögðu leið sína á Akranes þessa helgi til að styðja við bakið á hópnum og eflaust haft gaman að enda mikið stuð þegar að þessi aldur er að spila.


A-liðið á Skagamótinu.


Leonard, Marta, Róbert og Annel.