Skemmtileg verkefni við Norðurlandamót U16 kvenna

Opna Norðurlandamót U16 kvenna verður haldið í sumar og er skipulag þess í höndum KSÍ. Fyrstu leikir mótsins fara fram 30. júní og leikið verður um sæti 5. júlí. Riðill A fer fram á Suðurlandi og verður leikið víða um Suðurland en riðill B fer fram á Suðurnesjum.
KSÍ óskar eftir sjálfboðaliðum til að vinna við mótið, sérstaklega á Selfossi og nágrenni og í Keflavík og nágrenni.
Það vantar sjálfboðaliða í ýmis störf, til dæmis sem fylgdarmenn gestaþjóða, bílstjórar fyrir dómara og varðandi framkvæmd leikja. Ef þú hefur áhuga að að slást í hópinn með okkur og taka þátt í skemmtilegu og gefandi verkefni þá er það um að gera að senda tölvupóst á klara@ksi.is.