Skemmtileg vinna í sumar!
Nú styttist óðum í að Íslandsmótið hefjist og í dag eru aðeins 44 dagar í fyrsta leik meistaraflokks karla. Það er heimaleikur gegn Stjörnunni mánudaginn 2. maí. En til að skapa glæsilega umgjörð og sjá til að allt gangi vel fyrir sig þarf öflugan hóp til að starfa á vellinum. Nú óskum við eftir góðu fólki til að vinna á heimaleikjum okkar í sumar. Við hvetjum þá sem hafa áhuga á skemmtilegri vinnu í sumar að hafa samband við Knattspyrnudeildina 421-5188 eða á kef-fc@keflavik.is.