Fréttir

Knattspyrna | 16. apríl 2005

Skin og skúrir í Faxaflóamóti 5. flokks karla!

Piltarnir í 5. flokki karla spiluðu gegn HK í Faxaflóamótinu í gær, föstudag. Leikið var í Reykjaneshöllinni og stóðu piltarnir sig með miklum ágætum, en úrslit leikja urðu sem hér segir:

A-lið: 4-2 sigur hjá Keflavík.  Mörkin gerðu Eyþór Ingi Einarsson 2, Daníel Gylfason og Ragnar Gerald Albertsson.

B-lið: 3-3 jafntefli í hörkuleik þar sem Keflavíkurpiltar voru undir 1-3 um miðjan seinni hálfleik.  Mörkin gerðu Unnar Már Unnarsson 2 og Hafliði Már Brynjarsson.

C-lið: 4-3 sigur í hörkuleik, þar sem Emil Ægisson skoraði sigurmarkið rétt fyrir leikslok með stórglæsilegu marki beint úr aukaspyrnu.  Hin mörkin gerðu Sigurður Þór Hallgrímsson 2 og Guðni Friðrik Oddsson.

D-lið: 8-2 sigur í miklum markaleik, þar sem Bergþór Ingi Smárason (4 mörk) og Birnir Ólason (3 mörk) voru á skotskónum.  Jónas Karlsson setti 1 mark.

Árangur Keflavíkur í þessum viðureignum var sérlega glæsilegur, eftir heldur dapra frammistöðu gegn FH s.l. mánudag.  Þá var leikið á Ásvöllum í kulda og roki og steinlágu okkar menn i keppni A- og B-liða. A-liðið tapaði 12-1 (Sævar Freyr Eyjólfsson), B-liðið tapaði 12-3 (Unnar Már Unnarsson 2, Hafliði Már Brynjarsson) og D-liðið tapaði 4-2 (Viktor Ólason, Birnir Ólason).  Það var C-liðið sem hélt uppi heiðrinum og sigraði 3-2 (Sigurður Þór Hallgrímsson 2, Gylfi Þór Ólafsson).