Fréttir

Knattspyrna | 29. júlí 2005

Skin og skúrir í Liverpool

Það skiptust á skin og skúrir hjá stúlkunum í 4. flokki sem eru að leika á Liverpool-Knowsley mótinu í Liverpool.  Í gær komst 11 manna liðið í úrslitakeppnina eftir 4-3 sigur á Paris Girls í hörðum leik þar sem Keflavík var 0-2 undir í hálfleik.  Guðrún Ólöf gerði tvö mörk, þar á meðal sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins.  Fanney og Bagga gerðu eitt mark hvor en leikurinn endaði illa fyrir Írisi sem var flutt fótbrotin á sjúkrahús eftir samstuð við markmanninn.

Hins vegar tapaði 7 manna liðið stórt gegn Everton, 0-6.  Stelpurnar náðu sér aldrei strik í leiknum enda voru þær enn með hugann hjá Írisi.  Hún missti af skoðunarferð hópsins á Anfield Road í gær en verið er að skipuleggja sérferð fyrir hana um helgina.  Í dag fer hópurinn svo í Alton Towers skemmtigarðinn.