Fréttir

Knattspyrna | 24. júlí 2010

Skólamatur í hóp samstarfsaðila

Skólamatur ehf. hefur bæst í hóp öflugan hóp fyrirtækja sem starfa með Knattspyrnudeild Keflavíkur.  Feðgarnir Axel Jónsson og Jón Axelsson skrifuðu undir samstarfssamninginn ásamt Þorsteini Magnússyni, formanni deildarinnar.  Samningurinn er til eins árs og er það okkur mikil ánægja að bjóða Skólamat velkomið í hópinn enda öflugt fjölskyldufyrirtæki í Keflavík.

Á vef fyrirtækisins kemur m.a. fram að "Fjölskyldufyrirtækið Skólamatur ehf. matreiðir hollan, góðan og heimilislegan mat fyrir grunnskólanemendur.  Daglega eru máltíðir foreldaðar og snöggkældar til að tryggja ferskleika. Starfsmenn Skólamatar í hverjum skóla, fullelda síðan og framreiða matinn á disk nemenda, sem sjálfir velja sér meðlæti, t.d. grænmeti og ávexti af meðlætisbar.  Matseðlarnir, hráefnið og matreiðslan eru í samræmi við stranga næringar- og gæðastaðla."

Myndir: Jón Örvar

 


Þorsteinn, Axel og Jón.


Kvittað á samninginn undir vökulum augum...