Fréttir

Knattspyrna | 7. apríl 2009

Skósamningur við PUMA

Í gær undirrituðu nokkrir leikmenn Keflavíkur skósamning við PUMA.  Þetta voru þeir Hólmar Örn, Guðjón Árni, Hörður, Einar Orri og Magnús Þórir.  Strákarnir munu því eingöngu nota PUMA-skó við keppni og æfingar í sumar en samningurinn er til loka árs 2009.  Keflavík hefur spilað í búningum frá PUMA undanfarin ár og munu gera það einnig í ár.  Það var Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir frá Tótem ehf. sem er umboðsaðili PUMA á Íslandi sem kom með skóna og samningana handa strákunum en Keflavík og Tótem ehf. hafa átt mjög farsælt og ánægjulegt samstarf undanfarin ár.  Strákarnir ættu því að vera vel skóaðir í sumar.  Þess má geta að gallarnir sem strákarnir eru í verða ferðagallar liðsins í sumar.

Myndir: Jón Örvar