Fréttir

Knattspyrna | 19. maí 2007

Skráning æfingagjalda knattspyrnudeildar

Skráning æfingagjalda hjá öllum flokkum fer fram í næstu viku.  Við erum að breyta fyrirkomulagi innheimtu æfingagjalda og vonumst til að það falli í góðan jarðveg.

Foreldrum gefst þá kostur á að færa greiðslur æfingagjalda yfir á boðgreiðslur kreditkorta eða beingreiðslur af bankareikningi.

Skráningardagar eru eftirfarandi:

4. flokkur kvenna mánudagurinn 21. maí kl. 17:00 til 18:00 í K húsinu við Hringbraut
3. flokkur kvenna mánudagurinn 21. maí kl. 18:00 til 19:00 í K húsinu við Hringbraut
5. flokkur kvenna þriðjudagurinn 22. maí kl. 17:00 til 18:00 í K húsinu við Hringbraut

3. flokkur karla mánudagurinn 21. maí kl. 21:00 til 22:00 í Reykjaneshöllinni
4. flokkur karla þriðjudagurinn 22. maí kl. 18:00 til 19:00 í K húsinu við Hringbraut
5. flokkur karla miðvikudagurinn 23. maí kl. 17:00 til 18:00 í K húsinu við Hringbraut
6. flokkur karla miðvikudagurinn 23. maí kl. 18:00 til 19:00 í K húsinu við Hringbraut
7. flokkur karla fimmtudagurinn 24. maí kl. 17:00 til 18:00 í K húsinu við Hringbraut

Við skráningu verður afhent ávísun að upphæð kr. 2.000,- sem er hægt að framvísa í K-sport við kaup á Keflavíkurgalla.  Þeir sem nú þegar eru að greiða æfingagjöldin með boðgreiðslum geta komið og fengið ávísun.

Nánari upplýsingar gefur Jóhanna Einarsdóttir í síma 899-2915.


Barna- og unglingaráð Knattspyrnudeildar Keflavíkur