Fréttir

Knattspyrna | 8. september 2021

Skráningar eru byrjaðar í yngri flokkum

Skráningar eru hafnar í yngri flokkum í knattspyrnu.  Æfingar byrja samkvæmt æfingatöflu mánudaginn 13.september.  Hér má finna upplýsingar um skráningu.

Skráning iðkenda

  • Allir iðkendur hjá  Keflavík þurfa að vera skráðir.
  • Forráðamenn skrá sín börn inn í gegnum Sportabler skráningakerfið og þarf að endurnýja skráningu árlega.
  • Skráningar fara fram í gegnum Sportabler sem hægt er að nálgast á heimasíðu Keflavíkur eða á slóðinni https://www.sportabler.com/shop/keflavik
  • Foreldrar þurfa að  sækja sér  Sportabler appið.  Ef það koma upp vandræði með skráningu, þá er mikilvægt að hafa samband við þjónustuver Sportabler í gegnum netspjallið eða í gegnum sportabler@sportabler.com
  • Hér má sjá leiðbeiningar um hvernig á að nýskrá sig og kaupa námskeið í gegnum Sportabler.

http://help.sportabler.com/is/support/solutions/articles/67000345966-n%C3%BDskr%C3%A1ning-%C3%AD-sportabler

http://help.sportabler.com/is/support/solutions/articles/67000346148-kaupa-aefingagj%C3%B6ld-n%C3%A1mskei%C3%B0-%C3%AD-gegnum-vefverslun

 

 

Greiðslur

  • Mikilvægt er að haka við að nota eigi frístundastyrk sem greiðslu uppí æfingagjöld í kaupferlinu.
  • Kreditkort - hægt að skipta greiðslum niður.
  • Greiðsluseðill -skipta má greiðslum niður. Athugið að greiðsluseðlar eru sendir í gegnum Motus og leggst seðilgjald á hvern reikning auk þess sem vextir reiknast á greiðsluseðla séu þeir greiddir eftir gjalddaga.
  • Greiðslur æfingagjalda eru forsenda þess að iðkandi megi taka þátt í æfingum og mótum á vegum Keflavíkur.

Iðkandi hættir:

  • Þegar iðkandi hættir skal senda tilkynningu í tölvupósti á hjordis@keflavik.is þar sem fram kemur nafn og kennitala iðkandans
  •  Æfingagjöld falla niður frá næstu mánaðamótum eftir að forráðamaður hefur tilkynnt með tölvupósti að iðkandi sé hættur. Ekki er  nóg að láta þjálfara vita.
  • Æfingagjöld fást ekki endurgreidd afturvirkt.

 

 

Hvatagreiðslur

  • Hvatagreiðslur Reykjanesbæjar eru rafrænar frá og með áramótum 2021 og hafa forráðamenn sem skrá iðkendur á þessu ári val um að haka við í skráningarferlinu um að nota hvatagreiðsluna til lækkunar æfingargjaldinu.  Það er á ábyrgð forráðamanna að nýta sér hvatagreiðslurnar.
  • Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Reykjanesbæjar   Hvatagreiðslur/Incentive payments | Upplýsingavefur sveitarfélagsins Reykjanesbæjar (reykjanesbaer.is)
  • Hvatagreiðsla fyrir árið 2021 er 40.000 kr. og er hún alltaf tengd skráningum hverju sinni. Öll börn á aldrinum 6-18 ára eiga rétt á hvatagreiðslum.
  • Athugið að frístundastyrkur er ekki hægt að fá endurgreiddan þegar búið er að ráðstafa honum.

8.flokkur drengja og stúlkna - Upplýsingar:
Í vetur heldur áfram nýtt fyrirkomulag í 8.flokki drengja og stúlka sem hófst að einhverju leyti í sumar þegar kynin voru aðskilin. Í vetur er nokkrar leiðir í boði fyrir leikskólabörn fædd frá 2016-2019 en í ár bjóðum við bæði upp á Fótboltaæfingar sem og Boltaskóla.

Í grunninn er þetta þannig að 8.flokkur drengja og stúlkna er í boði fyrir börn fædd 2016-2018 og eru æfingar tvisvar sinnum í viku. Allir æfa 1x í viku á virkum degi í Reykjaneshöll þar sem eru leik og þrautir með og án bolta og fótbolti og svo um helgi er val á milli laugardaga í Reykjaneshöll þar sem er meiri áhersla á fótbolta eða sunnudaga þar sem er Boltaskóli í íþróttahúsinu á Sunnubraut. Við stílum laugardagsæfingarnar inná eldri börnin með meiri fótboltaáhuga en boltaskólann fyrir yngri börnin en þar eru ýmsar þrautir og leikir með og án bolta. Í boltaskólann eru einnig börn fædd 2019 velkomin.

8.flokkur drengja:
Miðvikudagar 17:00-17:50 - Reykjaneshöll (2016-2018)
Val á milli:
Laugardagar 13:00-14:00 - Reykjaneshöll (2016-2017)
Sunnudagar 9:45-10:30 - Íþróttahús Sunnubraut (2017-2019)

8.flokkur stúlkna:
Þriðjudagar 16:40-17:30 - Reykjaneshöll (2016-2018)
Val á milli:
Laugardagar 13:00-14:00 - Reykjaneshöll (2016-2017)
Sunnudagar 9:45-10:30 - Íþróttahús Sunnubraut (2017-2019)

Ef einhverjar spurningar vakna þá er hægt að senda fyrirspurnir á solrun@keflavik.is

 

Myndasafn