Skrifað undir samninga
Keflvíkingar eru ekki vanir að gera hlutina með hálfum huga og það kom vel í ljós föstudaginn 15. desember þegar Knattspyrnudeild Keflavíkur gerði samninga við 11 leikmenn félagsins. Aldrei áður hefur verið skrifað undir samninga við jafnmarga leikmenn á einu bretti. Meðal þeirra sem skrifuðu undir nýjan samning voru þrír leikmenn meistaraflokks; þeir Baldur Sigurðsson og Einar Orri Einarsson sömdu til þriggja ára og Stefán Örn Arnarson gerði eins árs samning. Aðrir leikmenn sömdu til þriggja ára, þar á meðal þeir Sigurbjörn Hafþórsson sem kemur frá KS og Hilmar Trausti Arnarsson sem gengur til liðs við okkur frá Haukum. Þá skrifuðu nokkrir efnilegir heimamenn undir nýjan samning við félagið en það eru þeir Bjarki Þór Frímannsson, Fannar Óli Ólafsson, Garðar Eðvaldsson, Gísli Örn Gíslason, Magnús Þórir Matthíasson og Ragnar Magnússon.
Myndir: Ólafur Bjarnason
Glæsilegur hópur sem leikur með Keflavík næstu misseri.
Rúnar formaður og Baldur staðfesta samninginn. Jón Örvar framkvæmdastjóri fylgist með.