Fréttir

Knattspyrna | 6. desember 2010

Skrifað undir samstarfssamninga

Á dögunum bauð Knattspyrnudeild styrktaraðilum og velunnurum félagsins til glæsilegrar hangikjötsveislu í nýjum húsakynnum félagsins í íþróttahúsinu á Sunnubraut.  Mæting var mjög góð og var ekki annað að heyra en viðstaddir væru ánægðir með þetta framtak deildarinnar.

Við þetta tækifæri voru samningar við SpKef og Nettó undirritaðir.  Knattspyrnudeildin og Þroskahjálp á Suðurnesjum skrifuðu einnig undir samstarfssamning.  Í honum felst að félagið í samstarfi við SpKef mun gefa Þroskahjálp innkomu af einum leik sumarið 2011.  Það framlag verður án efa vel þegið og það er ánægjulegt fyrir Knattspyrnudeild að geta stutt við bakið á Þroskahjálp.

Gullmerki Keflavíkur voru veitt þremur Íslandsmeisturum í meistaraflokki karla en merkin voru reyndar afhent við vígslu- og opnunarleikinn á nýja vellinum okkar í sumar.  Þrír heiðursmenn gátu ekki verið viðstaddir þá en fengu sín merki nú en þetta voru þeir Þorsteinn Ólafsson, Jón Sveinsson og Stefán Jónsson.

Við lok veislunnar var svo samstarfsaðilum veitt viðurkenning frá Knattspyrnudeildinni.  Við þökkum gestum okkar kærlega fyrir komuna og hlökkum til samstarfsins á komandi keppnistímabilil

Myndir: Jón Örvar


Vel var mætt í veisluna.


Og hangikjötið rann ljúflega niður.


Kjartan stjórnarmaður ávarpar samkomuna.


Sparisjóðurinn mættur í öllu sínu veldi.


Sigurður Ingi Kristófersson, formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum,
og Þorsteinn formaður handsala samninginn.


Rúnar fyrrverandi, Þorsteinn núverandi og gullmennirnir Jón, Þorsteinn og Stefán.