Fréttir

Knattspyrna | 21. október 2005

Skrifstofa knattspyrnudeildar flutt

Skrifstofa Knattspyrnudeildar hefur verið flutt úr sundlaugarkjallaranum upp á Iðavelli 7.  Ekki var lengur hægt að vera þar vegna framkvæmdanna við nýju sundlaugina, þrátt fyrir gott samstarf við starfsfólk sundlaugarinnar og Keflavíkurverktaka.  Ég vil þakka þeim sambýlið, þó sérstaklega starfsfólki Sundmiðstöðvarinnar sem ég hef „búið hjá“ frá því í mars 2004 er ég hóf störf hjá Knattspyrnudeild.  Þar hafa elskulegheit og lipurð einkennt alla framkomu við leikmenn, þjálfara og okkur sem stöndum að rekstri allra flokka Keflavíkur.  Fyrir það þökkum við Jóni Jóhannssyni og hans fólki.  ási