Fréttir

Knattspyrna | 25. ágúst 2006

Slakur leikur á Skaganum

Hann var ekki mikið fyrir augað leikurinn sem Keflavík bauð upp á gegn ÍA á Skaganum í gærkvöldi.  Fjöldi Keflvíkinga sem gerðu sér ferð á leikinn urðu fyrir miklum vonbrigðum með leik okkar manna.  Eins og Kristján þjálfari sagði í einu viðtalinu, ef menn fara ekki eftir því sem lagt er upp með þá verður niðurstaðan svona.  Skagamenn sýndu ekki neinn stórleik en börðust vel fyrir hvern annan og voru sterkari á flestum sviðum.

Mark Skagamanna kom á 30. mínútu þegar Þórður Guðjónsson sendi á kollinn á Bjarna bróður sínum sem skallaði laglega að marki.  Ómar náði að koma fingurgómunum í boltann en ekki nóg og Hafþór Ægir kom aðvífandi og skallaði í netið.  Keflavík fékk sitt hættulegasta færi þegar lítið var eftir af leiknum.  Bjarki markvörður var eitthvað að bulla og dæmd var töf á hann og óbein aukaspyrna.  Guðmundur skaut boltanum í varnarvegginn og eftir mikla atlögu að markinu náði Bjarki að lokum til boltans.  Keflvíkingar voru mun betri í seinni hálfleik og voru mikið meira með boltann án þess að skapa sér nokkuð enda Skagamenn fjölmennir í vörninni og ætluðu sér að halda sínu.

Það er eins gott að leikmenn taki sig saman í andlitinu fyrir mánudaginn þegar við mætum Víkingum í undanúrslitum VISA-bikarsins.  Leikmenn liðsins geta mun betur en þeir sýndu í gær og þeir vita það manna best.

JÖA

Akranesvöllur, 24. ágúst - Landsbankadeildin
ÍA 1 (Hafþór Ægir Vilhjálmsson 29.)
Keflavík 0


Keflavík (4-4-2):
Ómar Jóhannsson - Guðjón Antoníusson, Guðmundur Mete, Kenneth Gustavsson, Branko Milicevic - Hólmar Örn Rúnarsson, Baldur Sigurðsson (Hallgrímur Jónasson 88.), Jónas Guðni Sævarsson, Símun Samuelsen (Þórarinn Kristjánsson 46.) - Magnús Þorsteinsson (Stefán Örn Arnarson 55.), Guðmundur Steinarsson
Varamenn: Magnús Þormar, Benedikt Birkir Hauksson, Bjarki Þór Frímannsson
Gult spjald: Baldur Sigurðsson (36.), Guðmundur Steinarsson (90.)

Dómari:
Garðar Örn Hinriksson
Aðstoðardómarar: Einar Sigurðsson og Áskell Þór Gíslason
Eftirlitsmaður: Guðmundur Sigurðsson
Áhorfendur: 1093


Fjölmenni í teignum bíður eftir aukaspyrnu Skagamanna.
(Mynd: Jón Örvar Arason)