Slakur leikur gegn Gróttu
Keflavík og Grótta skildu jöfn 1-1 í slökum leik í Reykjaneshöllinni á laugardaginn. Keflavík byrjaði vel og á 23. mínútu skoraði Magnús Þórir Matthíasson fallegt mark. Grótta jafnaði á 36. mínútu eftir að hafa sótt töluvert en það var Jón Hafsteinn Jóhannsson sem gerði markið. Seinni hálfleikur var slakur hjá okkar mönnum og Grótta barðist vel og segja má að úrslitin hafi verið sanngjörn.
Næsti leikur er sunnudaginn 13. mars á Akureyri gegn Þór.
Staðan í riðlinum eftir tvo leiki: KR og ÍA með 6 stig, Keflavík og Grótta með 4 stig, Þór 3 stig og Breiðablik KA og Selfoss ekkert stig.
Keflavík: Ómar Jóhannsson, Sigurður Gunnar Sævarsson, Haraldur Freyr Guðmundsson fyrirliði, Einar Orri Einarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Magnús Sverrir Þorsteinsson, Guðjón Árni Antoníusson, Frans Elvarsson, Magnús Þórir Matthíasson, Hilmar Geir Eiðsson og Guðmundur Steinarsson.
Aðrir sem komu inn á í seinni hálfleik: Ísak Örn Þórðarson, Ásgrímur Rúnarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Theodór Halldórsson, Viktor Smári Hafsteinsson og Magnús Þór Magnússon.
Jón Örvar smellti þessari mynd af byrjunarliðinu gegn Gróttu.