Soho Veisluþjónusta í samstarf við Keflavík
Soho Veisluþjónusta hefur bæst í stóran hóp fyrirtækja sem starfar með Knattspyrnudeild Keflavíkur. Örn Garðarsson, eigandi fyrirtækisins, og Þorsteinn Magnússon, formaður Knattspyrnudeildarinnar, undirrituðu á dögunum samstarfssamning sem er til þriggja ára. Það er deildinni sönn ánægja að bjóða Soho Veisluþjónustu velkomna í hóp öflugra samstarfsaðila Keflavíkur.