Fréttir

Sóttvarnir
Knattspyrna | 26. ágúst 2020

Sóttvarnir

 

Knattspyrnudeild Keflavíkur leggur áherslu á að huga að heilsu okkar sem einstaklingar og samfélag. Við hvetjum starfsfólk og leikmenn okkar að halda áfram  að huga að persónulegum sóttvörnum okkur og samferðafólki til heilla. Knattspyrnudeild Keflavíkur minnir þess vegna á eftirfarandi:

Leikmanni eða starfsmanni liðs sem finnur fyrir einkennum er óheimilt að umgangast liðsfélaga sína eða starfsmenn liðsins í slíkum tilfellum.

Einkenni COVID-19:

  • Hósti
  • Hiti
  • Andþyngsli
  • Hálssærindi
  • Slappleiki
  • Bein- og vöðvaverkir
  • Skyndileg breyting eða tap á bragð- og lyktarskyni

Ef leikmaður eða annar einstaklingur innan félags, eða fjölskyldur þeirra, fær einkenni sem geta bent til COVID-19 skal:

  • Viðkomandi skal halda sig heima og alls ekki mæta á æfingasvæði eða leikvang
  • Hafa samband við heilsugæslu símleiðis eða í gegnum netspjall á heilsuvera.is eða við Læknavaktina í síma 1700 svo unnt sé að framkvæma próf fyrir COVID-19 án tafar.
  • Það er mjög mikilvægt að fara ekki í eigin persónu á heilsugæsluna eða Læknavaktina.
  • Heilbrigðisstarfsfólk veitir ráðleggingar um næstu skref.

 

Höldum áfram að standa okkur vel í sóttvörnum.

Áfram Keflavík