Fréttir

Knattspyrna | 10. mars 2021

Sóttvarnir

Tilkynning knattspyrnudeildar Keflavíkur

 Í ljósi smita sem greinst hafa undanfarna daga er rétt að minna á neðangreint.

Knattspyrnudeild Keflavíkur ítrekar mikilvægi þess að knattspyrnuhreyfingin fylgi reglum og tilmælum um sóttvarnir við skipulag og framkvæmd æfinga og leikja og hvetji sína iðkendur, starfsmenn, áhorfendur leikja í öllum flokkum og aðra þátttakendur til að huga að persónubundnum sóttvörnum (fjöldatakmarkanir, fjarlægðarmörk, sótthreinsun, handsprittun, grímunotkun).

Við hvetjum iðkendur, starfsmenn, þjálfara, foreldra og aðra sem koma að starfsemi knattspyrnudeildar Keflavíkur að gæta að persónuvörnum sínum og fylgja leiðbeiningum sóttvarnaryfirvalda og knattspyrnusambands Ísland.

https://www.ksi.is/mot/handbok-leikja/reglur-ksi-um-sottvarnir/

https://www.covid.is/

 Knattspyrnunni er afar mikilvægt að þurfa ekki að hverfa til frekari takmarkana en nú eru, við skulum halda áfram að gera okkar allra besta er viðkemur persónulegum sóttvörnum sem og fylgja leiðbeiningum sóttvarnayfirvalda.

 

 

Knattspyrnukveðja,