Knattspyrna | 26. nóvember 2004
Sparisjóðsmót 7. flokks á laugardag

Laugardaginn 27. nóvember fer fram í Reykjaneshöll Sparisjóðsmót í 7. flokki. Mótið hefst kl.14:20 og mótslok eru áætluð um kl.18:00 með verðlaunaafhendingu og pizzuveislu. Þátttökuliðin í mótinu eru Keflavík, Njarðvík, Breiðablik, ÍA og Fylkir. Á milli 200-250 krakkar verða á fleygiferð með boltann og væntanlega verður mikið fjör. Við hvetjum alla þá sem hafa tök á að kíkja í höllina og horfa á krakkana leika listir sínar.