Fréttir

Knattspyrna | 18. nóvember 2005

Sparkkeppni í Kringlunni á laugardag

Á morgun, laugardaginn 19. nóvember, fer fram keppni í boltasparki í Kringlunni fyrir alla krakka á aldrinum 8-18 ára.

Leikurinn hefst kl. 13.30, á Torginu á neðri hæð Kringlunnar, þar sem keppt verður í því að halda bolta á lofti og þeir sem standa sig best fá spurningaspilið Spark að launum.

Nöfn allra þátttakenda fara í pott sem dregið verður úr kl. 15.00 og verða þar fjöldi verðlauna í boði eins og Spurningaspilið Spark, boltar frá Coca-cola og margt, margt fleira.

Markakóngar Íslandsmótsins, Tryggvi Guðmundsson og Margrét Lára verða krökkum til aðstoðar og árita plaköt og fleira.

Látið endilega sjáið ykkur og takið þátt eða fylgist með þegar fundinn verður Sparkkóngurinn eða Sparkdrottningin 2005.

Þess má geta að hluti hagnaðar af sölu spurningaspilsins rennur til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.