SpKef-mót 5. flokks
Um síðustu helgi fór fram SpKef-mót 5. flokks sem Keflavík og Njarðvík hafa staðið að saman. Þetta er í þriðja sinn sem mótið er haldið og verður það betra og betra með hverju ári. Mótið gekk vel í alla staði og fengu mótshaldarar mikið hrós fyrir vel skipulagt og gott mót.
Mótið hófst kl. 10 á laugardagsmorgni og lauk um kl. 15 á sunnudegi. Leikið var í 5 deildum og voru þátttakendur um 300 að þessu sinni frá Keflavík, Njarðvík, ÍA, HK, Þrótti R., Ægi, Álftanes, ÍR, KFR og Fjölni. Það var ýmislegt gert til skemmtunar auk fótboltans. Farið var með liðin í strætó upp á völl þar sem Slökkvilið Keflavíkurflugvallar tók á móti krökkunum. Þessi ferð vakti mikla hrifningu krakkana sem fannst spennandi að sjá hermenn með byssur í hliðinu, herflugvélar og herþyrlu. Jafnvel fannst þeim spennandi að sjá Subway og Wendy’s á þessum rúnti. Örugglega ferð sem margir eiga eftir að muna lengi. Slökkviliðið tók vel á móti krökkunum og sýndi þeim tækjakost sinn og svo fengu allir blýant að gjöf að lokum. Síðan hélt mótið áfram og spilað var til kl. 17 á laugardeginum. Þá var haldið í Holtaskóla þar sem gestaliðin sváfu og boðið til kvöldverðar. Þar tóku allir vel til matar síns eftir langan og viðburðaríkan dag. Um kvöldið var svo farið í skrúðgöngu í Nýja-bíó á myndina „Goal“. Eftir bíósýninguna var haldið aftur í Holtaskóla þar sem kvöldkaffi beið eftir keppendum fyrir svefninn.
Sunnudagurinn rann upp og spilað var til úrslita í öllum deildum. Eftir sína úrslitaleiki þá var boðið til Pizzuveislu frá Langbest. Þá var komið að verðlaunaafhendingu sem gekk vel og fóru Keflavíkurpiltar tvisvar á verðlaunapall og skiluðu einum bikar í hús. Þeir Gummi Steinars og Hörður Sveins mættu í höllina og veittu liðunum verðlaun. Í lokin fengu allir þátttakendur boli til minningar um mótið.
Mótið tókst mjög vel í alla staði og það er ljóst að gífurlega mikil vinna liggur að baki. Það eru margir sem koma að þessu, styrktaraðilar, foreldrar, iðkendur og margir aðrir og fá þeir bestu þakkir fyrir. Hér koma úrslit úr leikjum Keflavíkur og úrslit deildanna fimm.
Argentíska deildin
|
Brasílíska deildin
|