Fréttir

Knattspyrna | 23. júní 2005

Sportmenn - allir að mæta

Kæru Sportmenn,

Þá er komið að heimaleik nr. 4 í Íslandsmótinu en hann er gegn Fylki.  Það var fátt sem gladdi augað í leik Keflavíkurliðsins gegn Val, þ.e. í síðasta heimaleik, en strákarnir sýndu það á Skaganum að þeir geta miklu
betur. Leggjum okkar að mörkum með góðri mætingu í dag og styðjum strákana í baráttunni. Húsið verður opnað kl. 17.45 og formleg dagskrá, sjá hér að neðan, hefst stundvíslega kl. 18.00.

Ávarp formanns
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, fjallar um íþróttatengd málefni bæjarins
Kristján þjálfari segir okkur allt um byrjunarliðið og leikaðferð dagsins
Orðið laust
Kaffi og meðlæti
Þeim sem eiga eftir að greiða fyrir félagskortin er bent á Karl Finnbogason, gjaldkera Sportmanna. Einnig er hægt að greiða í Sparisjóðnum, banki nr 1109, Hb 05, reiknnr 410176, kt 0905704719

Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórnin.