Sportmenn athugið
Kæru Sportmenn.
Nú er komið að heimaleik nr. 2 á tímabilinu og hefst hann kl. 19.15 annan í hvítasunnu, þ.e. mánudaginn 28. maí. Það eru leikmenn HK úr Kópavogi sem heimsækja okkur að þessu sinni. Við hittumst kl. 18:00 í Íþróttavallarhúsinu við Hringbraut og hefst þá stundvíslega eftirfarandi dagskrá.
-
Formaður býður félagsmenn og gesti velkomna.
-
Ávarp fulltrúa HK, Halldórs Valdimarssonar formanns knattspyrnudeildar og Víðis Sigurðssonar íþróttafréttaritara hjá Morgunblaðinu.
-
Orðið laust.
Kaffi og léttar veitingar verða á boðstólum fyrir kr. 500:- pr. mann greitt við innganginn.
Þeir sem eiga eftir að fá aðgangskort geta fengið þau afhent hjá stjórnarmönnum Sportmanna á staðnum.
Stjórnin.