Sportmenn hittast á fimmtudag
Næsti heimaleikur Keflavíkurliðsins verður fimmtudaginn 8. júni gegn ÍA og hefst kl. 19:15. Sportmenn ætla að hittast í Holtaskóla og þjappa sér saman að baki strákunum sem ekki mega láta deigan síga þar sem engin stig fengust úr síðustu viðureign, þ.e. gegn FH í Hafnarfirði, þrátt fyrir góða tilburði og því brýn þörf á að innbyrða öll stigin þrjú gegn Skagamönnum. Dagskrá hefst kl. 18.00 og er eftirfarandi.
- Ávarp formanns
- Leynigestur
- Kristján Guðmundsson þjálfari fer yfir byrjunarlið og leikaðferð
- Orðið laust
Kaffi og meðlæti verður á boðstólum gegn vægu gjaldi.
Stjórnin.
