Sportmenn hittast fyrir leik
Kæru Sportmenn,
Næstkomandi sunnudag kl.19:15 kemur að 3. heimaleik Keflavíkurliðsins í Íslandsmótinu en hann er gegn Val. Í samræmi við fyrirætlanir með stofnun Sportmanna er meiningin að hittast fyrir leik í Holtaskóla til upphitunar. Húsið verður opnað kl. 17:45 en kl. 18:00 stundvíslega hefst neðangreind dagskrá. Félagar eru því hvattir til að mæta tímanlega.
- Ávarp formanns
- Leynigestur
- Kristján þjálfari mætir og útskýrir hvernig við ætlum að vinna Valsarana
- Orðið laust
- Kaffi og meðlæti
Félagskortin verða tilbúin til afhendingar þeim félögum sem hafa staðið skil á ársgjaldi 2005. Þeir sem ekki hafa greitt geta gert það á sunnudag en einnig er hægt að leggja inn á neðangreindan reikning í Sparisjóðnum í
Keflavík.
Banki nr 1109, Hb 05, reiknnr 410176, kt 0905704719
Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórnin.