Fréttir

Knattspyrna | 16. maí 2006

Sportmenn hittast í Holtaskóla

Sportmenn taka upp þráðinn og hittast í Holtaskóla klukkutíma fyrir leik á föstudaginn frá kl. 18:00.  Eins og allir vita eru allir helstu spekingar fótboltans í Keflavík þar saman komnir til að ræða liðið og væntanlegan leik á móti Víkingum.  Gestur fundarins að þessu sinni er hinn gamalkunni dómari Eyjólfur Ólafsson og mun hann fara yfir helstu áherslur dómgæslunnar í sumar og helstu breytingar frá síðasta sumri.  Það er nauðsynlegt hverjum áhugamanni að þekkja reglurnar vel.  Þá mætir Kristján þjálfari og fer yfir liðið og taktíkina. Sportmenn og nýjir félagar eru hvattir til að mæta.