Fréttir

Knattspyrna | 27. júní 2006

Sportmenn hittast í K-húsinu

Á miðvikudaginn fáum við Breiðablik í heimsókn og hefst leikurinn kl. 19:15.  Ekki nema 1 stig úr síðustu 4 viðureignum svo nú verða menn að standa sig. Látum ekki okkar eftir liggja og mætum til að hvetja strákana. Dagskrá hefst kl. 18:00 í K-húsinu og er hefðbundin, þ.e. ...

*   Ávarp formanns
*   Leynigestur
*   Kristján þjálfari
*   Orðið laust

Kaffi og meðlæti gegn vægu verði fyrir leik og í hléi.

Aðrir leikir sama kvöld eru FH - Grindavík, ÍA - Víkingur og Fylkir - ÍBV.

Vonumst til að sjá sem flesta,
Stjórnin.