Sportmenn hittast kl. 17:00
Kæru Sportmenn.
Á morgun, sunnudaginn 20. ágúst, fáum við topplið FH-inga í heimsókn og er leikurinn gegn þeim liður í 14. umferð Landsbankadeildar karla. Hann hefst kl. 18:00. Við munum hittast í Holtaskóla og hefst hefðbundin dagskrá þar kl. 17:00. Hún er eftirfarandi.
* Ávarp formanns
* Ávarp gests, Viðars Halldórssonar
* Kristján þjálfari
* Orðið laust
Að venju verða á borðum veitingar gegn vægu gjaldi fyrir leik og í hléi.
Fyrir hina yngri þykir rétta að nefna að gestur okkar að þessu sinni, Viðar Halldórsson, var þekktur knattspyrnumaður í FH á árum áður og fastamaður í íslenska landsliðinu um árabil. Nú hafa synir hans tekið við keflinu.
Síðustu Sportmannafundir hafa verið frekar fámennir og vill stjórnin af þeim sökum hvetja félagsmenn sérstaklega til að mæta vel á morgun og sýna þar með að það sé tak í hópnum. Enn fremur eru þeir sem mæta hvattir til að taka með sér gesti.
Stjórnin.