Sportmenn hressir
Sportmenn Keflavíkur( fyrrverandi leikmenn og stjórnarmenn Keflavíkur ) mættu hressir til leiks gegn Víkingum sl.föstudag, og það voru einhverjir 30.manns mættir og fór vel með mönnum. Sportmenn mæta alltaf í Holtaskóla fyrir hvern heimaleik eins og menn vita og fá sér kaffi og meðlæti. Ræða um leikmenn og allt sem við kemur Keflvískum fótbolta. Rifja upp gamlar minningar og minna menn á hvað þeir voru góðir hér árum áður (þeir voru góðir) Allir stjórnarmenn og gamlar kempur andstæðinga Keflavíkur eru velkomnir til Sportmanna fyrir hvern leik
Gestur Sportmanna á leiknum gegn Víking var Eyjólfur Ólafsson dómari (sá gamli) nokkuð góður dómari hér fyrr á árum mætti til leiks hjá Sportmönnum og fór yfir dómaramál um komandi mót og fór yfir málin frá a-ö.
Ég skora á fyrrverandi leikmenn Keflavíkur og fyrrverandi stjórnarmenn liðsins að heimsækja Sportmenn fyrir heimaleikinn gegn KR sem verður sunnudaginn 28.mai kl 19.15. Kannski verður einhver pólítísk þynnka.....hvað með það.
Mæting kl 18.15 í Holtaskóla.
Áfram Keflavík
jöa