Fréttir

Knattspyrna | 30. júní 2005

Sportmenn, veðurfréttir o.fl.

Sportmenn.

Klukkan 20:00 (Ath! Rangt á kortinu !) fimmtudaginn 30. júní verður blásið til leiks Keflavíkur og Grindavíkur í Landsbankadeildinni á Íþróttavellinum við Hringbraut.  Sem sagt Suðurnesja-"derby" sem enginn má missa af.

Veðurhorfur næsta sólarhringinn (Spá gerð 29.06.2005 kl. 19:08.): Suðaustan og austan 5-13 m/s, hvassast við norðausturströndina. Víða rigning, einkum sunnanlands, en úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hiti 10 til 16 stig.  M.ö.o. frábært knattspyrnuveður í Keflavík eins og venjulega !!!

Formleg og hefðbundin dagskrá hefst kl. 19.00 (ATHUGIÐ BREYTTAN FUNDARTÍMA!):
Ávarp formanns
Gestur dagsins ávarpar samkomuna
Kristján þjálfari útskýrir áætlaða leið Keflavíkurliðsins að takmarki dagsins sem er að sjálfsögðu að sigra nágranna okkar
Orðið laust
Kaffi og meðlæti fyrir leik og í hléi á kr. 300:- alls
Mætum vel og stundvíslega