Fréttir

Knattspyrna | 28. maí 2005

Spurt og svarað - Jón Ólafur Jónsson

Jón Ólafur Jónsson, leikmaður Keflavíkur í fjölmörg ár, tók vel í þá bón mína að svara nokkrum spurningum og hér koma svörin.  Góða skemmtun

Hvenær spilaðir þú þinn fyrsta leik með Keflavík?
Árið 1963.

Hvernig var æfingaaðstaðan í upphafi? 
Léleg, malarvöllur og lítið íþróttahús við Myllubakkaskóla.

Voru margir að æfa með Keflavík þegar þú byrjaðir?
15-20 strákar.

Hver er eftirminnilegasti samherjinn sem þú hefur spilað með?
Jón  Jóhannsson.

Hver er vanmetnasti leikmaður Keflavíkur frá fyrri tíð?
Grétar Magnússon.

Hver er mesti tuddinn sem þú hefur mætt á vellinum?
Magnús Steinþórsson, Breiðablik.

Hver er besti þjálfarinn sem þú hefur leikið hjá?
Joe Hooley árið 1973.

Í gegnum tíðina er einhver sem þér finnst að eigi sérstakan heiður skilin fyrir sitt framlag til Knattspyrnumála í Keflavík?
Hafsteinn Guðmundsson.

Manstu eftir einhverju skemmtilegu atviki í leik?  Og jafnvel sem áhorfandi?
Jöfnunarmark Gests Gylfasonar í úrslitum bikarkeppninar við Vestmannaeyjar.

Hver er besti markmaður sem hefur spilað fyrir Keflavík frá því þú fórst að mæta á leiki?
Ólafur Gottskálksson.

Hver er besti varnarmaður sem hefur spilað fyrir Keflavík frá því þú fórst að mæta á leiki?
Haraldur Guðmundsson.

Hver er besti miðjumaður sem hefur spilað fyrir Keflavík frá því þú fórst að mæta á leiki?
Stefán Gíslason.

Hver er besti sóknarmaður sem hefur spilað fyrir Keflavík frá því þú fórst að mæta á leiki?
Ragnar Margeirsson.

Hvernig viltu sjá þróun knattspyrnumála hjá Keflavík?
Uppbyggingu yngri flokka.  Það skilar sér alltaf gott unglingastarf.

Sérðu einhvern framtíðaratvinnumann í leikmannahópi Keflvíkur í dag?
Guðmund Steinarsson.

Ég vill þakka Jóni Óla kærlega fyrir.

Rúnar I. Hannah

Stuðningsmannasíða Keflavíkur

 


Í þá gömlu góðu...  Jón Óli skorar í 3-1 sigri ÍBK á KR í júní 1972.