Fréttir

Knattspyrna | 21. júní 2004

Stefán bestur í fyrstu 6 umferðunum

Stefán Gíslason var valinn besti leikmaður fyrstu sex umferða Landsbankadeildarinnar af nefnd á vegum KSÍ.  Hann var einnig valinn í úrvalslið sem valið var af sömu nefnd og var eini Keflvíkingurinn þar að þessu sinni.  Stebbi er vel að heiðrinum kominn, hann hefur verið að leika frábærlega það sem af er móti eins og allt sumarið í fyrra.  Við óskum honum til hamingju með árangurinn sem verður honum og liðinu öllu vonandi hvatning í baráttunni sem framundan er.


Stefán (nr. 2) skorar gegn KR í fyrsta heimaleik sumarsins.
(Mynd: Hilmar Bragi /
Víkurfréttir)