Fréttir

Knattspyrna | 31. ágúst 2004

Stefán í landsliðshópnum

Stefán Gíslason er í 20 manna landsliðshópi Íslands fyrir leikina gegn Búlgaríu og Ungverjalandi í undankeppni HM2006.  Þetta eru skemmtilegar fréttir fyrir Stefán sem hefur leikið frábærlega fyrir Keflavíkurliðið eins og stuðningsmenn liðsins vita vel.  Stefán á að baki 2 leiki fyrir Ísland auk leikja með yngri landsliðunum.  Miðað við síðustu leiki landsliðsins er ólíklegt að Stefán taki þátt í leikjunum næstu daga en það er ánægjulegt að sjá leikmann Keflavíkur með landsliðinu og við óskum Stefáni til hamingju.

Þeir Hörður Sveinsson og Jónas Sævarsson eru báðir í 18 manna landsliðshópi U21 árs landsliðsins sem leikur einnig gegn Búlgörum og Ungverjum næstu daga en þeir leikir eru liður í undankeppni Evrópukeppni U21 landsliða sem fer fram árið 2006.  Þeir félagar léku báðir fyrsta leik sinn með U21 árs landsliði Íslands í vináttuleik gegn Eistlandi fyrr í mánuðinum.  Hörður skoraði mark Íslands í 1-2 tapleik.  Við óskum piltunum góðs gengis í leikjunum.