Fréttir

Knattspyrna | 10. júní 2005

Stefán og Valur

Stefán Örn Arnarson mun mæta á æfingu í kvöld og æfir líklegast næstu daga hjá okkur, með það í huga að ganga til liðs við Keflavík.  Stefán er eldfljótur sóknarmaður sem hefur verið hjá Víkingum í Reykjavík.  Stefán býr og vinnur í Keflavík og væri það örugglega hið besta mál fyrir hann og okkur ef hann gengur til liðs við okkur.

Menn eru vel stemmdir fyrir leikinn á móti Val.  Menn eru búnir að æfa vel en eins og allir vita eru Jónas, Höddi og Maggi búnir að vera í verkefnum á vegum U-21 landsliðsins. 

Mikil stemming er hjá Valsmönnum enda ekki búnir að tapa leik það sem af er tímabilinu, og viðbúið að stuðningsmenn þeirra muni fjölmenna.  Því er það mikilvægt að stuðningurinn í stúkunni verði gríðarlega öflugur undir forystu Pumasveitarinnar svo að heimavöllurinn geri gæfumuninn. 

Ég spái því að leikurinn vinnist í stúkunni, ef við vinnum þar þá skilar það sér inná völlinn.  Það er einnig einlæg bón leikmanna og þjálfara að stuðningsmenn láti vel í sér heyra til að auka sigurlíkur liðsins.

Rúnar I. Hannah
Stuðningsmannasíða Keflavíkur