Stefán Örn í Keflavík
Stefán Örn Arnarson gekk til liðs við okkur Keflvíkinga í gær. Það þarf varla að kynna Stefán Örn fyrir stuðningsmönnum Keflavíkur en hann spilaði með okkur 2005-2007 og skoraði þá 13 mörk fyrir félagið í deild, bikar og Evrópukeppni. Stefán Örn spilaði síðast með Reyni Sandgerði. Hann er þegar kominn með leikheimild og styrkir leikmannahópinn verulega. Við bjóðum Stefán velkominn aftur til félagsins og megi honum vegna sem best.