Fréttir

Knattspyrna | 22. september 2004

Stefán skrifar undir

Stefán Gíslason hefur gert nýjan tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Keflavíkur.  Það er mikill fengur fyrir okkur að Stefán hafi ákveðið að leika með Keflavík a.m.k. næstu tvö árin.  Stefán er lykilmaður í þeirri uppbyggingu liðsins sem stendur yfir.  Þau tvö keppnistímabil sem hann hefur leikið með Keflavík hafa verið uppgangstímar og með því að styrkja liðið enn frekar verðum við tilbúnir í toppslaginn á næstu árum.  Stefán hefur átt gott tímabil, hann var valinn leikmaður 1.-6. umferða Landsbankadeildarinnar og var valinn í A-landsliðið sem lék á móti Ungverjum fyrir skömmu.

Í viðtali við DV í dag segir Stefán að Keflavík leiki knattspyrnu að hans skapi og hann hlakkar til næstu ára sem einn hlekkurinn í þeirri keðju sem verður styrkt enn frekar á næstunni.

Stjórn Knattspyrnudeildarinnar mun fara í viðræður við þá leikmenn liðsins sem eru með lausa samninga þegar bikarkeppninni verður lokið.  Stefán hefur sýnt gott fordæmi með því að ljúka sínum málum strax, láta áhuga annarra liða lönd og leið með því að tryggja velferð Keflavíkurliðsins til næstu ára.

Mynd: Þorgils Jónsson / Víkurfréttir