Fréttir

Steinar Ingimundarson látinn
Knattspyrna | 18. febrúar 2013

Steinar Ingimundarson látinn

Steinar Ingimundarson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, er látinn.

Steinar hóf knattspyrnuferil sinn hjá Leikni og lék síðan með KR, Leiftri, Fjölni, Þrótti og Víði.  Hann fór snemma út í þjálfun og þjálfaði karlalið Fjölnis og Víðis í Garði.  Steinar tók við þjálfun kvennaliðs Keflavíkur árið 2010.  Hann náði prýðilegum árangri með ungt lið Keflavíkur og kom því m.a. í úrslitakeppni 1. deildar.  Steinar varð síðan að hætta með liðið um mitt ár 2011 vegna veikinda sinna.

Knattspyrnudeild Keflavíkur sendir fjölskyldu og aðstandendum Steinars innilegar samúðarkveðjur.