Fréttir

Knattspyrna | 29. október 2009

Steinar Ingimundarson þjálfar kvennaliðið

Steinar Örn Ingimundarson hefur verið ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur og er ráðning hans til eins árs.  Skrifað var undir samninginn í K-húsinu í gærkvöldi.  Steinar var síðast þjálfari hjá Víði í Garði og var hjá þeim síðastliðin þrjú ár.  Keflavík mun spila í 1. deildinni næsta tímabil og er mikill og góður hugur hjá leikmönnum, þjálfara og stjórn að koma liðinu aftur í efstu deild.  Steinar mun hefja æfingar strax í næstu viku.  Við bjóðum Steinar velkominn til starfa hjá Keflavík.

Myndir: Jón Örvar


Steinar sjálfur.


Andrés og Steinar ganga frá samningnum.


Andrés Hjaltason formaður meistaraflokksráðs kvenna, Rebekka Gísladóttir leikmaður ársins,
Steinar Ingimundarson og Anna Rún Jóhannsdóttir fyrirliði Keflvíkurliðsins.