Stelpunum spáð 4. sæti og strákunum því áttunda
Kynningarfundur Landsbankadeildarinnar var haldinn í dag en þar er farið yfir það helsta sem er framundan í sumar. Það sem vekur jafnan mesta athygli er spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna um gengi liðanna í deildunum. Kvennaliði Keflavíkur er spáð 4. sæti í Landsbankadeildinni en stelpurnar urðu einmitt í því sæti síðasta sumar. Strákunum er spáð 8. sæti í sinni deild. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að Íslandsmeisturum síðasta árs er aftur spáð sigri hjá körlunum en KR-stúlkum í kvennadeildinni. Hér er spáin í heild sinni:
Landsbankadeild karla
1. Valur
2. FH
3. KR
4. ÍA
5. Breiðablik
6. Fylkir
7. Fram
8. Keflavík
9. HK
10. Þróttur Reykjavík
11. Fjölnir
12. Grindavík
Landsbankadeild kvenna
1. KR
2. Valur
3. Breiðablik
4. Keflavík
5. Stjarnan
6. Fylkir
7. Þór/KA
8. Afturelding
9. HK/Víkingur
10. Fjölnir
Á myndunum hér að neðan má sjá fyrirliða liðanna í Landsbankadeildunum stilla sér upp á kynningarfundinum. Myndirnar tók Jón Björn Ólafsson hjá Víkurfréttum.